Stjórnandinn

 

 

 
 

FRIÐRIK S. KRISTINSSON söngstjóri er fæddur í Stykkishólmi árið 1961. Hann hóf tónlistarnám í Tónskóla þjóðkirkjunnar en síðar stundaði hann söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan með láði einsöngs- og söngkennaraprófi árið 1987. Að loknu námi hóf hann söngkennslu við söngskóla Sigurðar Dementz og kenndi þar til ársins 2008. Þá hefur Friðrik sungið með Hljómkórnum um árabil. Hann stjórnaði Snæfellingakórnum í Reykjavík í rúma tvo áratugi. Frá árinu 1989 hefur Friðrik stjórnað Karlakór Reykjavíkur. Árið 2004 var Friðrik gerður að heiðursfélaga í Karlakór Reykjavíkur. Friðrik var söngstjóri Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju frá árinu 1994-2014. Undir hans stjórn hafa báðir þessir kórar haldið fjölmarga tónleika jafnt innanlands sem utan og auk þess gefið út fjölda geisladiska. Síðustu níu ár hefur Friðrik jafnframt stjórnað eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur. Friðrik tók við sem kórstjóri Samkórs Kópavogs haustið 2013.

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 259
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 124106
Samtals gestir: 24515
Tölur uppfærðar: 3.12.2023 11:04:20