Lög og reglur Samkórs Kópavogs

Lög Samkórs Kópavogs


1.gr
Kórinn heitir Samkór Kópavogs. Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi.

2.gr.
Tilgangur og markmið kórsins er, að vera kórfélögum þroskandi vettvangur í söng og tónlist og að efla menningar- og sönglíf bæjarins.

3.gr.
Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Boða skal til hans með tveggja vikna fyrirvara. Til fundarins skal boða með dagskrá. Lagabreytingar skulu einungis fara fram á löglegum aðalfundi og til þeirra þarf 2/3 atkvæða, en löglegur er aðalfundur sé löglega til hans boðað. Tillögur að lagabreytingum liggi frammi eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingar þurfa að koma fram í dagskrá.

4.gr.
Stjórn kórsins skipa 5 menn. Formaður og 4 meðstjórnendur. Formaður skal kosinn sér til eins árs og árlega 2 meðstjórnendur til tveggja ára. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.
Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga. Kosning skal vera leynileg sé þess óskað.

5.gr.
Kjósa skal á aðalfundi þriggja manna uppstillingarnefnd. Uppstillingarnefnd skal leggja fram á aðalfundi tillögu að stjórn.

6. gr.

 Í kórnum skulu starfa eftirtaldar nefndir sem skipaðar eru af stjórn eigi síðar en þremur vikum eftir að ný stjórn tekur við.  Áður en stjórn skipar í nefndir skal kórfélögum gefin kostur á að bjóða sig fram til nefndarstarfa.

Kaffinefnd - skipuð þremur félögum

Búninga- og siðanefnd - skipuð þremur félögum

Markaðs- og tónleikanefnd - skipuð fjórum félögum

Ferðanefnd - skipuð fjórum félögum

Fjáröflunarnefnd - skipuð fjórum félögum

Skemmtinefnd - skipuð þremur félögum

Hver nefnd kýs sér formann sem er tengiliður við stjórn. Setja skal nefndunum markmiðs- og verkefnalýsingar. Stjórn er heimilt að skipa í aðrar nefndir telji hún þörf á.

7.gr.

Raddformenn skulu skipaðir af stjórn.  Hlutverk þeirra er að skrá viðveru kórfélaga í hverri rödd og vera tengiliður félaga innan raddarinnar. Setja skal raddformönnum markmiðs- og verkefnalýsingu.

8.gr. 

Stjórnin skal tilnefna 2 úr stjórn eða 1 stjórnarmann ásamt söngstjóra til setu á fundum hjá Landsambandi blandaðra kóra. 

9.gr.

Stjórn kórsins og söngstjóri skulu sameiginlega sjá um verkefnaval.

10. gr.
Félagsfundi skal boða ef stjórnin telur ástæðu til og ef minnst 10 kórfélagar óska þess skriflega. Rita skal fundagerðir fyrir þessa fundi.
 

11.gr.
Reikningsár kórsins skal vera 1. september til 31.ágúst. Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fram á aðalfundi.

12.gr.Árgjald skal ákveða á aðalfundi og skal helmingur þess vera greiddur fyrir 1.desember og seinni hlutinn fyrir 1.apríl.  Heimilt er að gera samkomulag um að félagar skipti greiðslum gjaldsins í fjóra hluta. Árgjald skal að fullu greitt fyrir 1.apríl

13. gr.
Sjóðir kórsins skulu vera varðveittir og sem best ávaxtaðir á bankareikningi og ráðstafar gjaldkeri þeim í samráði við aðra stjórnarmenn.

14. gr.
Stjórn kórsins ræður söngstjóra og gerir við hann starfssamning. Söngstjóri skal í samráði við stjórn útvega aðra starfsmenn svo sem undirleikara og aðra listamenn sem fram koma á vegum kórsins.

15. gr.
Hætti kórinn störfum skulu eignir hans afhentar Lista-og menningarráði Kópavogs til varðveislu og ráðstöfunar ef engin sambærilegur kór yrði stofnaður innan árs í Kópavogi.

16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og eldri lög falla út.
Samþykkt á aðalfundi 13.október 2014

 

Reglur FERÐASJÓÐS

1. Inneign er á nafni hvers og eins, notuð í ferðakostnað á vegum kórsins.

2. Þeir, sem hætta í kórnum geta fengið þrjá fjórðu hluta (75%)  inneignar sinnar endurgreiddan (nafnverð) innan eins árs, séu þeir skuldlausir við félagssjóð

3. Komist kórfélagi ekki í ferð á vegum kórsins, getur hann fengið þrjá fjórðu hluta  (75% ) inneignar sinnar endurgreiddan eða geymt alla upphæðina áfram inni á reikningiferðasjóðs. 

4. Vextir og aðrar tekjur sjóðsins verða notaðar til sameiginlegra útgjalda í ferðum kórsins 
   
5. Vegna veikinda eða annarra ófyrirsjáanlegra orsaka verður endurgreitt að fullu (nafnverð)

     Samþykkt á aðalfundi S.K. 1. nóvember 2005
     Fanney, Hildigunnur og Ósk.

 

Breyting gerð á lið nr. 2 og 3. Samþykkt á félagsfundi S.K. í maí 2013.

Flettingar í dag: 1400
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 2974
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 233897
Samtals gestir: 36227
Tölur uppfærðar: 14.6.2024 23:33:29