Saga Samkórsins

 

 

 

Saga Samkórs Kópavogs.

 

SAMKÓR KÓPAVOGS

Samkór Kópavogs var af stofnaður í október 1966. Fyrsti stjórnandi kórsins var Jan Morávek og stjórnaði hann kórnum til dauðadags eða til ársins 1970.  Fyrsti formaður kórsins var Valur Fannar.  Að frátöldum örfáum árum um miðbik áttunda áratugsins hefur kórinn starfað óslitið frá stofnun hans. Allmargir kórstjórar hafa komið að stjórnun kórsins á þessu langa tímaskeiði en lengst stjórnaði kórnum Stefán Guðmundsson frá 1985 til 1997. Dagrún Hjartardóttir tók við stjórnun kórsins árið 1997 og Julian Hewlett árið 2000. Björn Thorarensen stjórnaði kórnum frá 2006 til 2011 og Skarphéðinn Þór Hjartarson frá 2011 til 2013.Stjórnandi Samkórsins frá 2013-2023 var Friðrik S. Kristinsson. Nú er Lenka Mátéóvá stjórnandi kórsins.

Kórinn hefur fengist við fjölbreytt verkefni, haldið fjölda tónleika og komið víða fram við ýmis tækifæri.

Árið 2006 hélt kórinn upp á fjörtíu ára afmæli sitt með þreföldu húsfylli í Salnum, tónlistahúsi Kópavogs.

Undir stjórn Björn Thorarensen hélt kórinn inn á nýjar brautir í verkefnavali en þá frumflutti kórinn  þrjú ár í röð jafn mörg kórverk eftir breska núlifandi tónskálið Karl Jenkins. Verkin voru flutt við undirleik hljómsveita skipaðar kennurum og nemendum Tónlistarskóla Kópavogs sem og annara tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hjörleifur Valsson var konsertmeistari á öllum tónleikunum.

Árið 2008 tók kórinn þátt í Kórastefnu á Mývatni 2008 en þar var flutt verkið Carmina Burana eftir Carl Orff.

Kórinn gaf út hljómdisk árið 1993 undir heitinu Heyrum söng.

Kórinn hefur farið í söngferðir bæði innan- og utanlands. Má þar nefna  ferðir til Norðurlanda árið 1980, til Finnlands 1983 og til Noregs 1997. Árið 2000 hélt kórinn til  Austurríkis og Ungverjalands, til Englands 2003 og til Eystrasaltslandanna og Finnlands 2007.  2012  var haldið til Pétursborgar í Rússlandi og til Finnlands. Síðasta ferð kórsins var farin 2016. Þá fór kórinn í ferðalag til Vesturheims, á slóðir Vestur Íslendinga og tók þátt í hátíðarhöldum Íslendingadagsins. Á ferðalögum sínum hefur kórinn heimsótt alla vinabæi Kópavogs á Norðulöndum.

Kórstjóri Samkórs Kópavogs frá hausti 2013 er Friðrik S.Kristinsson. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi árið 1961. Hann hóf tónlistarnám í Tónskóla þjóðkirkjunnar en síðar stundaði hann söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan með láði einsöngs- og söngkennaraprófi árið 1987. Að loknu námi hóf hann söngkennslu við söngskóla Sigurðar Dementz og kenndi þar til ársins 2008. Þá hefur Friðrik sungið með Hljómkórnum um árabil. Hann stjórnaði Snæfellingakórnum í Reykjavík í rúma tvo áratugi. Frá árinu 1989 hefur Friðrik stjórnað Karlakór Reykjavíkur. Árið 2004 var Friðrik gerður að heiðursfélaga í Karlakór Reykjavíkur. Friðrik var söngstjóri Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju frá árinu 1994-2014. Undir hans stjórn hafa báðir þessir kórar haldið fjölmarga tónleika jafnt innanlands sem utan og auk þess gefið út fjölda geisladiska. Síðustu níu ár hefur Friðrik jafnframt stjórnað eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur. Friðrik tók við sem kórstjóri Samkórs Kópavogs haustið 2013. Hann stjórnaði Samkórnum til haustsins 2023.

Núverandi kórstjóri er Lenka Mátéová og formaður kórsins er Sigríður Finnsdóttir

 

 

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 944
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 324131
Samtals gestir: 41672
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 22:32:51