Samkór Kópavogs
Verið velkomin á aðventutónleikana okkar
miðasala á tix.is
Kórfélagar eru um sextíu talsins.
Mikil gróska er í kórstarfinu og ávallt gaman á kóræfingum.
Góður andi ríkir í hópnum og mikill metnaður er lagður í söngstarfið
sem og allt félagsstarf í kórnum.
Samkór Kópavogs er rótgróinn blandaður kór skipaður síungu kórfólki á öllum aldri. Kórinn leggur áherslu á metnaðarfullan kórsöng og tekst á við skemmtilegar og krefjandi tónsmíðar úr ýmsum áttum. Kórinn er skipaður fólki úr Kópavogi sem og víðast hvar annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. Kórinn heldur árlega tónleika og fer reglulega í söngferðir bæði innan og utanlands. Í kórnum ríkir jafnan mikil samheldni og góður félagsandi og er ávallt vel tekið á móti nýjum félögum. Söngstjóri kórsins er Lenka Mátéová. Æfingar eru í Digraneskirkju einu sinni í viku, á mánudagskvöldum kl. 19.00 – 21.30. netgfang kórsins er: [email protected] |
||||||||||||||||
|
|||||||
|
Lenka Mátéová stjórnandi Samkórs Kópavogs.
Samkór Kópavogs [email protected]